Pingdom Check

Beint flug til Düsseldorf

Düsseldorf er ekki endilega í hópi þekktustu ferðamannastaða Þýskalands og þar bíða margvíslegir fjársjóðir þess að vera uppgötvaðir. Borgin er fullkomin blanda dugnaðar og dálætis á gleðistund í góðra vina hópi enda blómstrar þar bæði viðskiptalífið og menningin. Stemningin er kraftmikil og skapandi, tískan töfrandi og oftar en ekki er gott partý á dagskránni. Handverksbjór er í hávegum hafður og gönguferðir meðfram ánni Rín gera heimsóknina ógleymanlega.

Icelandair býður reglulegt áætlunarflug til Düsseldorf á hagstæðu verði og allt sem borgin og nágrenni hennar hefur að bjóða – náttúrufegurð Rínar, ómótstæðilegar verslunargötur, magnað menningarlíf og arkitektúr á heimsmælikvarða – er þitt að uppgötva og njóta. Bókaðu ferðina strax í dag!

Düsseldorf

Þýskaland
Fólksfjöldi: 611.000Svæði: 217 km²Samgöngur: Það er hægt að fara allt fótgangandi um gamla bæinn og einnig er auðvelt að ferðast um borgina á hjóli. Auðvelt er að ferðast með U-bahn (neðanjarðarlestastöð) lestum, sporvögnum og rútu hvort sem þig langar að ferðast um borgina eða skella þér yfir til Köln, það eru aðeins 40km þar á milli.Gjaldmiðill: EvraSpennandi hverfi: Stadtmitte, The Hafen, Bilk, Flingern, Dusseltal, Oberkassel

Rín á milli vina

Düsseldorf og Köln sem liggur í nágrenninu eiga það til að keppast um athygli. Þær eiga þó athyglina skilið og við mælum með að heimsækja báðar borgirnar og ákveða svo hvor borgin er betri. 

Köln á fallegar kirkjur og góða háskóla en Düsseldorf sinnir listum og menningu, skrautlegu næturlífi og tísku.

Ef þú hefur áhuga á arkitektúr sem segir sögu, eða vilt sjá inn í framtíðina, þá er úr mörgu að velja. Fyrst ber að nefna Medienhafen, þar sem gamalt og nýtt mætast á miðri leið; einnig er áhugavert að skoða eina af sex neðanjarðarlestarstöðvum Wehrhahn U-Bahn line, sem sameina list og arkitektúr.

Leikur við bragðlaukana

Frá Michelin-stjörnum í núðlusúpu, Düsseldorf mun án efa kveikja í braglaukunum þínum. Skemmtileg staðreynd: eitt stærsta japanska  samfélagið í Evrópu er staðsett í Düsseldorf. Smakkaðu Reibekuchen sem eru kartöflupönnukökur og ef Blutwurst er of mikið þá væri sniðugt að smakka rétt sem kallast Himmel und Erde, sem þýðir Himnaríki á jörðu, þar sem stappaðar kartöflur og epli komast í kynni við steiktan lauk og pylsu. Fersk og skemmtileg upplifun bíður þín svo á Carlsplatz-markaðnum.

Til að skola öllum þess mat niður er svo úr nógu að velja, hvort sem að þú vilt fara á nýja og spennandi bari eða gamalgróna bjórbari. Það er líka eiginlega nauðsynlegt að smakka á einum ísköldum Altbier í gamla bænum en þar getur þú gengið um mjóar götur og valið úr yfir 300 börum eða brugghúsum.

Það er alltaf gaman að versla

Düsseldorf er þekkt fyrir fallegar verslunargötur og er Königsallee hugsanlega sú ríkulegasta, bæði hvað varðar búðarval og fegurð götunnar. Þú getur líka fundið verslunargötur sem fara betur með budduna en sigla samt í straumi tískunnar, eins og Schadowstrasse.

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!